Þjóðskrá05. september 2025

Útgáfa vegabréfa og nafnskírteina í ágúst 2025

Í ágúst 2025 voru 4.530 ​almenn íslensk vegabréf gefin út og 521 nafnskírteini.

 

Í ágúst 2025 voru 4.530 almenn íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 4.773 vegabréf gefin út í ágúst árið 2024.

Þá voru gefin út 521 íslensk nafnskírteini í sama mánuði, þar af um 90% sem ferðaskilríki. Útgáfa nýrra nafnskírteina hófst í mars 2024.

Þjóðskrá annast útgáfu vegabréfa og nafnskírteina. Sýslumenn taka við umsóknum. 

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár.

Skoða nánar