Athugið!
Vegna uppfærslu má eiga von á rekstrartruflunum á vef Þjóðskrár miðvikudaginn 26. nóvember á milli 19:00 - 00:00

Staðfesting á íslenskum ríkisborgararétti - 7 ára búseta á Norðurlöndum

Íslenskur ríkisborgari, sem er fæddur erlendis og hefur aldrei átt lögheimili á Íslandi fyrir 22 ára aldur getur misst íslenska ríkisfangið sitt. Umsókn þessi er eingöngu fyrir þá sem geta staðfest að minnsta kosti 7 ára búsetu á Norðurlöndum fyrir 22 ára aldur.

Verð:Gjaldfrjálst

Athugið

Sérstök skilyrði gilda fyrir íslenska ríkisborgara sem hafa haft lögheimili í Danmörku, Noregi, Finnlandi eða Svíþjóð samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Þar kemur fram að meta skuli lögheimili í að minnsta kosti 7 ár í norrænu samningsríki til jafns við lögheimili hér á landi.

Ef búseta erlendis hefur verið utan Norðurlanda þarf að sækja um að halda íslensku ríkisfangi hjá Útlendingastofnun. Sjá frekari upplýsingar hér: Umsókn um að halda íslenskum ríkisborgararétti | Ísland.is