Umsóknarferli erlendis
Sendiráð og aðalræðismenn Íslands sjá um umsóknarferli nafnskírteina erlendis.
Íslendingar sem staddir eru erlendis og þurfa á nafnskírteini að halda snúa sér til sendiráða eða aðalræðismanna Íslands. Hægt verður að sækja um frá og með 1. apríl erlendis.
Listi yfir umsóknarstaði erlendis má finna hér
Ef umsækjandi á ekki löggilt skilríki vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundarvottum að koma á umsóknarstað, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundarvottar þurfa að hafa meðferðis löggild skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.
Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:
- Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini.
- Greiðslu fyrir nafnskírteinið. Gjaldskrá nafnskírteina.