Umsóknarferli innanlands
Sótt er um hjá Sýslumönnum.
Umsækjandi mætir með löggild skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini í myndatöku á umsóknarstað. Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.
Þó að umsækjandi eigi gilt vegabréf með mynd þarf viðkomandi samt að mæta í eigin persónu á umsóknarstað bæði innanlands og erlendis til að sækja sérstaklega um nafnskírteini. EKKI er hægt að nota sömu mynd og er í vegabréfinu.
Það sem umsækjandi þarf að hafa með sér:
- Persónuskilríki með mynd, ökuskírteini eða nafnskírteini.
- Greiðslu fyrir nafnskírteinið. Gjaldskrá nafnskírteina.
Ef umsækjandi á ekki löggilt skilríki vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini þarf umsækjandi ásamt tveim vitundarvottum að koma á umsóknarstað, fylla út sannvottun einstaklings og votta í viðurvist að umsækjandi sé sá sem hann segist vera. Vitundarvottar þurfa að hafa meðferðis löggilt skilríki, vegabréf, nafnskírteini eða ökuskírteini.