Þjóðskrá21. janúar 2015

Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis í desember 2014

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 139,4 stig í desember 2014 (janúar 2011=100) og lækkar um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,6% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,5%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu var 139,4 stig í desember 2014 (janúar 2011=100) og lækkar um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,6% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,5%. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs.

Íbúðarhúsnæði er skipt í flokka eftir herbergjafjölda og staðsetningu. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir 6 flokka íbúðarhúsnæðis. Niðurstaðan er vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 12 mánuði.

Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Þjóðskrá Íslands áskilur sér rétt til að endurskoða vísitöluna aftur í tímann í ljósi fyllri gagna eða fágaðri aðferðafræði. Vísitalan er ekki ætluð til að verðtryggja fjárskuldbindingar.
Tímaröð fyrir vísitöluna er hægt að skoða í Excel skjali.

Leiguverð

Teknar hafa verið saman upplýsingar um leiguverð eftir staðsetningu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í desember 2014.

Í leigugagnagrunni Þjóðskrár eru 626 samningar, sem þinglýst var í desember 2014. Við úrvinnslu talnaupplýsinga um leiguverð var leigusamningum sem eru eldri en 60 daga við þinglýsingu, samningum þar sem herbergjafjöldi íbúða er ekki þekktur, samningum um félagslegar íbúðir o.fl. sleppt. Talnaupplýsingar um leiguverð í desember 2014 eru því unnar upp úr 422 leigusamningum sem þinglýst var í desember 2014.

Eftirfarandi tafla sýnir meðalleiguverð á hvern fermetra í desember 2014 fyrir mismunandi stærðir íbúða og staðsetningu.

Svæði

Stúdíó íbúð

2 herbergja

3 herbergja

4-5 herbergja

Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar og Seltjarnarnes

2899

2335

1975

1754

Reykjavík milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar

2714

1981

1990

1812

Kópavogur

-

2180

1635

1370

Garðabær og Hafnarfjörður

-

1984

1719

1579

Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur

2959

1982

1804

1631

Breiðholt

-

2029

1968

1549

Kjalarnes og Mosfellsbær

-

1861

-

1471

Suðurnes

-

1363

1268

984

Vesturland

-

1407

1064

938

Vestfirðir

-

-

-

-

Norðurland nema Akureyri

-

-

1145

-

Akureyri

-

1617

1377

1181

Austurland

-

1233

1223

1069

Suðurland

-

1285

1175

1046

 

Í Excel skjali eru sömu upplýsingar auk staðalfráviks,upplýsinga um fjölda leigusamninga, meðalbyggingarár og meðalflatarmál leigðra eigna í hverjum flokki auk eldri gagna. Meðaltöl eru birt ef þrír eða fleiri samningar eru í úrtaki flokks og staðalfrávik fyrir fimm eða fleiri samninga.

Öllum er heimil afnot af fréttinni og meðfylgjandi gögnum en vinsamlegast getið heimildar.


Til baka

Skrá mig á póstlista

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun Þjóðskrár Íslands.

Skoða nánar