Hámarksfjöldi íbúa
Almennt um hámarksfjölda íbúa í eigninni minni
- Þinglýstir eigendur fasteigna geta staðfest á vef Þjóðskrár hversu margir einstaklingar mega hafa lögheimili skráð í þeirra eign
- Skráð hámark eitt og sér jafngildir ekki tilkynningu um ranga skráningu í eigninni
- Ef það eru íbúar skráðir sem ekki eru búsettir í eigninni þarf að tilkynna um það sérstaklega - það er hægt að á umsókn A-256 þegar hámarksfjöldi er skráður og á umsókn A-254 Hver býr í eigninni minni?
- Þá er hægt að tilkynna flutning í húsnæði sem er með skráðan hámarksfjölda en flutningur er ekki skráður ef hámarksfjölda verður náð
- Þjóðskrá upplýsir þinglýstan eiganda um að tilkynning hafi borist ef íbúafjöldinn fer yfir skráð hámark
- Þjóðskrá upplýsir þann sem tilkynnir flutning um að ekki sé hægt að skrá flutning vegna þess að fyrr en skráðum íbúum hefur fækkað eða þinglýstur eigandi breyti skráðum hámarksfjölda í samræmi við fjölda íbúa í húsnæðinu.
Ég er þinglýstur eigandi
- Nei, það er ekki skylda að skrá hversu margir mega hafa skráð lögheimili í tiltekinni eign
- Það er hægt að skrá hámarksfjölda íbúa þó að það séu færri en eru skráðir þegar hámark er skráð
- Athugið að það er nauðsynlegt að upplýsa Þjóðskrá um þá íbúa sem eru ranglega skráðir í eigninni - það er gert hér.
- Tilkynningar um rangar skráningar taka lengri tíma í úrvinnslu en venjulegar flutningstilkynningar.
- Við mælum með að hafa samband við fyrri íbúa og biðja viðkomandi um að tilkynna um nýtt lögheimili ef eigandi veit um hvern ræðir
- Það er hægt að skrá hámarksfjölda íbúa þó að það séu færri en eru skráðir þegar hámark er skráð
- Skráning hámarksfjölda kemur í veg fyrir að fleiri geti skráð sig í eignina án leyfis. Hins vegar er nauðsynlegt að tilkynna Þjóðskrá um einstaklinga sem eru ranglega skráðir í eigninni, þar sem skráning hámarksfjölda leiðir ekki sjálfkrafa til þess að rangar skráningar verði leiðréttar
- Mun styttri afgreiðslutími þegar einstaklingur óskar sjálfur eftir breyttri skráningu
- Þegar þriðji aðili tilkynnir um ranga skráningu annarra fer beiðni í annað ferli þar sem einstaklingar hafa ávallt rétt til að gera athugasemdir við erindi Þjóðskrár og jafnframt upplýsa um rétt skráningu.
- Samkvæmt lögum um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018 er það skylda einstaklinga að upplýsa Þjóðskrá um breytt lögheimili innan 7 daga frá flutningi
- Ef fyrri íbúi hefur ekki tilkynnt Þjóðskrá um nýtt lögheimili getur þinglýstur eigandi bent viðkomandi á að gera það sem fyrst
- Þinglýstur eigandi getur breytt hámarksfjölda í samræmi við fjölda íbúa í eigninni HÉR
- Þinglýstur eigandi getur tilkynnt Þjóðskrá um ranga skráningu í eigninni á Hver býr í eigninni minni?
Ég er tilkynnandi
- Þjóðskrá upplýsir þinglýstan eiganda um að tilkynning hafi borist og leiðbeinir eftirfarandi möguleika:
- að breyta hámarksfjölda í samræmi við fjölda íbúa í húsnæðinu ef það á við
- að hafa samband við fyrri íbúa og benda viðkomandi á að tilkynna um breytt lögheimili ef það hefur ekki gert
- að tilkynna um ranga skráningu í eigninni á Hver býr í eigninni minni? ef það á við
- Þjóðskrá upplýsir þinglýstan eiganda um að tilkynning hafi borist og leiðbeinir eftirfarandi möguleika:
- Þinglýstur eigandi hefur 7 daga til að bregðast við erindi Þjóðskrár
- Flutningsdagsetning breytist ekki en dagsetning flutnings er sú sem barst í tilkynningu þó að afgreiðsla máls tefjist
- Flutningur barna er skráður þó að skilgreindum hámarks fjölda verði náð við flutninginn
- Þinglýstur eigandi fær tilkynningu um að einstaklingur hafi verið skráður í fasteign í hans eigu þó að barn sé að flytja á milli foreldra
Hámarksfjöldi í þinni eign
Hér getur þú tilkynnt hversu margir einstaklingar mega hafa skráð lögheimili í þinni eign.
Tilkynna hámarksfjöldaHver býr í eigninni þinni
Hér getur þú flett upp hverjir eru skráðir í þinni eign og tilkynnt um ranga skráningu ef við á.
Skoða hverjir eru skráðir