Umsóknarferli fyrir börn

Athugið!
Sótt er um hjá Sýslumönnum.

Umsóknarferli er mismunandi eftir því hvort að barn sé yngra en 13 ára eða 13-18 ára.

Börn yngri en 13 ára

 • Forsjáraðilar fylla út umsókn V-951 og taka með á umsóknarstað

  Forsjáraðilar þurfa að mæta ásamt barni þegar sótt er um nafnskírteini sem ferðaskilríki. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku. Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

  Komist annar forsjáraðili ekki á umsóknarstað þarf hann að fylla út eyðublað V-951 í viðurvist tveggja votta sem einnig rita nafn sitt á skjalið. Hinn forsjáraðilinn tekur það með sér á umsóknarstað.

  Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

  Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-951 ásamt fylgiskjali.

  Fari forsjáraðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá að viðkomandi fari einn með forsjá.

  Ath. í sumum tilfellum þarf að kalla eftir forsjárgögnum frá útlöndum ef börn eru eða hafa verið búsett erlendis áður en hægt er að gefa út nafnskírteini sem ferðaskilríki.

 • Þegar sótt er um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki er nóg að einn forsjáraðili skrifi undir samþykki fyrir útgáfu þess.

  Forsjáraðili þarf að mæta ásamt barni þegar sótt er um nafnskírteini sem er ekki ferðaskilríki. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku. Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

  Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

  Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-952 ásamt fylgiskjali.

Börn 13 ára og eldri

 • Forsjáraðilar fylla út umsókn V-951 og taka með á umsóknarstað

  Forsjáraðilar þurfa að mæta ásamt barni þegar sótt er um nafnskírteini sem ferðaskilríki. Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku. Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

  Komist annar forsjáraðili ekki á umsóknarstað þarf hann að fylla út eyðublað V-951 í viðurvist tveggja votta sem einnig rita nafn sitt á skjalið. Hinn forsjáraðilinn tekur það með sér á umsóknarstað.

  Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

  Forsjáraðilar geta veitt 3ja aðila umboð til að sækja um nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir þeirra hönd. Þá skal fylla út eyðublað V-951 ásamt fylgiskjali.

  Fari forsjáraðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar og staðfestir Þjóðskrá að viðkomandi fari einn með forsjá.

  Ath. í sumum tilfellum þarf að kalla eftir forsjárgögnum frá útlöndum ef börn eru eða hafa verið búsett erlendis áður en hægt er að gefa út nafnskírteini sem ferðaskilríki.

 • Börn 13 ára og eldri mæta á umsóknarstað og sækja um nafnskírteini ekki sem ferðaskilríki og þurfa ekki að hafa meðferðis samþykki forsjáraðila.

  Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að panta tíma í myndatöku. Athugið að á sumrin getur verið mikið álag á umsóknarstöðum.

  Alltaf þarf að framvísa löggildu skilríki (vegabréf, íslenskt ökuskírteini eða nafnskírteini) á umsóknarstað.

  Umsækjandi þarf að auðkenna sig með einu af eftirtöldu:

Umsóknarferli

Upplýsingar um hvernig þú sækir um ný nafnskírteini.

Skoða nánar

Tegundir nafnskírteina

Nánari upplýsingar um tegundir nafnskírteina.

Skoða nánar

Afhending nafnskírteina

Þegar búið er að sækja um nafnskírteini, hvar getur þú sótt það?

Skoða nánar

Spurt og svarað

Spurt og svarað um nafnskírteini.

Skoða nánar